
Sagan okkar
Þar sem tímalaus glæsileiki mætir sálarríkri sögu
Hugmyndin að baki Areia kviknaði hjá stofnanda okkar, Ernu Maríu, sem hefur deilt tíma sínum milli Kólumbíu og heimalands Íslands í mörg ár, þráði að skapa tímalausa og hagkvæma skartgripi innblásna af blönduðum og líflegum menningarheimum hennar.
Skartgripir eru meira en bara skraut - þeir eru minningar, skapa sjálfsmynd okkar og eru sjálfstjáning. Frá upphafi siðmenningum hefu mannfólk leitað í skartgripi sem leið til að geyma minningar, tjá ást og segja sögur. Hjá Areia viljum við heiðra þessa hefð með því að skapa skart sem segir þína sögu, skapar minningar og endast lengi. Og þegar skartið hefur lokið sínum kafla hjá þér hvetjum við þig til að gefa það áfram eða endurvinna og búa til nýtt - svo sagan haldi áfram.

Skuldbinding við fegurð með tilgangi
Sérhver gripur er handgerður úr endurunnu 925 sterling silfri, vandlega smíðaður í fjölskylduverkstæði í Taílandi í eigu kvenna og undir forystu kvenna. Þetta samstarf gerir okkur kleift að varðveita handverksaðferðir og styðja jafnframt sanngjarnt og valdeflandi vinnuumhverfi fyrir konur. Sjálfbærni er ekki aukaatriði - hún er hornsteinn. Frá efniviði okkar til endurvinnanlegra, plastlausra umbúða er hvert smáatriði hugsað með jörðina í huga. Við erum stolt af því að bjóða upp á skartgripi sem eru ekki aðeins fallegir, heldur bera virðingu fyrir umhverfinu og þeim sem búa þá til.

Areia þýðir „sandur“ á portúgölsku — áminning um glæsileika náttúrunnar, stöðugar umbreytingar og tímalausa fegurð.
Uppgötvaðu skartgripi sem eru hannaðir til að segja sögur, hvetja til tengsla og endast kynslóð eftir kynslóð.